Hlaðan 6. maí 2020

Hlaðvarp Landgræðslunnar - #4 - Tryggvi Felixson hjá Landvernd - 6. maí. 2020

Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin voru stofnuð árið 1969. Þau eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6.000 félagar í Landvernd.

Tryggvi getur þess í samtalinu að afskipti Landverndar af loftslagsmálum megi rekja allt til ársins 2005 en þá var stofnaður sérstakur lofslagshópur sem sendi frá sér tillögur sem snertu m.a. sjávarútveg, samgöngur, kolefnisbindingu og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. Stjórnvöld þess tíma höfðu sent frá sér hugmyndir sem Tryggvi sagði að hefðu verið afar léttvægar – og ekki var hlustað á Landvernd. Það var ekki fyrr en 2018 að fram komu tillögur frá ríkisstjórninni sem Tryggvi sagði að hefðu ekki heldur verið fullnægjandi en von er á skarpari tillögum frá stjórnvöldum. „Við hefðum betur farið af stað með ráð Landverndar í farteskinu árið 2005. Tíminn skiptir svo miklu máli. Við höfum enn tíma en hann er ekki mikill.“

Fleiri þættir

Hlaðan 9. júní
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #8 - Söfnun birkifræs

Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landve...

Hlaðan 20. maí
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #7 - Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun

Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og e...

Hlaðan 25. maí
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #6 - Bryndís Marteinsdóttir og Grólind - 25. maí 2020

Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunn...

Hlaðan 20. maí
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #5 – Árni Bragason - 20. maí. 2020

Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælandi í fimmta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í viðtalinu r...

Hlaðan 21. febrúar
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #3 - Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi - 21. feb. 2020

Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunna...