Hlaðan 25. maí 2020

Hlaðvarp Landgræðslunnar - #6 - Bryndís Marteinsdóttir og Grólind - 25. maí 2020

Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Bryndís stýrir verkefni sem nefnt er GróLind.

Bryndís og samstarfsfólk hennar er að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Stöðumatið byggir á rofkortlagningu RALA og Landgræðslunnar og vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður kynnt opinberlega í næsta mánuði.

Bryndís segir að í þessu fyrsta mati verði fyrirliggjandi upplýsingar notaðar til að meta ástand auðlindanna. Þrátt fyrir að matið sé á grófum kvarða mun það gefa ágætis heildarmat á stöðunni. Bryndís segir líka að það bætist stöðugt við eigin gögn GróLindar og innan fárra ára verði hægt að koma fram með mun nákvæmari kort af ástandi auðlindanna.

Til að hægt sé að tengja landnýtingu við ástand auðlindanna er nauðsynlegt einnig að vita hvernig og hversu mikið land er nýtt. GróLind er að leggja lokahönd á kort sem sýnir mörk úthaga og afrétta og núverandi nýtingu þeirra til sauðfjárbeitar. Þessar upplýsingar verða kynntar samhliða stöðumatinu. Í framtíðinni verður svo kortlagt hvernig annar búpeningur en sauðfé nýtir landið. Um leið verður safnað upplýsingum um aðra landnýtingu.

GróLind hófst formlega í apríl árið 2017 með samningi á milli Landsamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytisins. Frumkvæðið að GróLind kom frá Landssamtökum sauðfjárbænda.

Fleiri þættir

Hlaðan 9. júní
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #8 - Söfnun birkifræs

Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landve...

Hlaðan 20. maí
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #7 - Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun

Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og e...

Hlaðan 20. maí
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #5 – Árni Bragason - 20. maí. 2020

Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælandi í fimmta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í viðtalinu r...

Hlaðan 6. maí
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #4 - Tryggvi Felixson hjá Landvernd - 6. maí. 2020

Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgr...

Hlaðan 21. febrúar
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #3 - Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi - 21. feb. 2020

Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunna...