Hlaðan 15. maí 2020

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #5 – Ólafur Arnalds – 15. maí 2020

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar. Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt. Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur. Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.

Fleiri þættir

Hlaðan 20. maí
Skeggrætt - #7 - Erna Bjarnadóttir og aðförin að heilsu kvenna

Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir legh...

Hlaðan 12. maí
Skeggrætt - #6 – Erna Bjarnadóttir og tollamálin

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutn...

Hlaðan 30. apríl
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #4 - Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir – 30. apríl 2020

Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblástu...