Hlaðan 30. apríl 2020

Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #4 - Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir – 30. apríl 2020

Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu.

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir ræðir þessi mál við Áskel Þórisson í þættinum "Skeggrætt. Þórhildur er framkvæmdastjóri Grænni byggðar sem er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar. Hér eru á ferð félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af. Þórhildur er orku- og umhverfisverkfræðingur með doktorspróf í kolefnisjöfnuðum byggingum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og hefur víðtæka reynslu af vinnu við umhverfismál.

Starf Grænni byggðar felst m.a. í því að koma á tengslum á milli félaga, fræðslu og hvatningu. Samtökin verða 10 ára á þessu ári. Tæplega 50 aðilar í byggingariðnaði eru félagar í Grænni byggð. Á félagaskrá má m.a. finna verktaka, verkfræðistofur og opinberar stofnanir.

Fleiri þættir

Hlaðan 20. maí
Skeggrætt - #7 - Erna Bjarnadóttir og aðförin að heilsu kvenna

Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir legh...

Hlaðan 12. maí
Skeggrætt - #6 – Erna Bjarnadóttir og tollamálin

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutn...

Hlaðan 15. maí
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #5 – Ólafur Arnalds – 15. maí 2020

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórisson...