Hlaðan 17. maí 2021

Blanda - #7 - Tímaritið Saga

Í sjöunda þætti Blöndu kemur Kristín Svava Tómasdóttir, annar ristjóra Sögu, og ræðir við Markús Þórhallsson og Jón Kristinn Einarsson um innihald haustheftis Söguauk. Auk þess er spjallað um tímaritið í fortíð og framtíð.

Í haustheftinu 2020 eru þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti Hugason fjallar um heimagrafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld og Brynja Björnsdóttir skrifar um réttarstöðu kvenna vegna heimilisofbeldis hér á landi frá 1800 til 1940.

Í flokknum Saga og miðlun skrifar Súsanna Margrét Gestsdóttir um tækifæri og aðferðir í sögukennslu á tölvuöld. Við birtum jafnframt stutt viðtal við Sverri Jakobsson, formann þingstjórnar fimmta íslenska söguþingsins sem haldið verður í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð dagana 27.–29. maí 2021.

Kristjana Vigdís Ingvadóttir á Þjóðskjalasafni Íslands skrifar grein fyrir þáttinn Úr skjalaskápnum og fjallar um skjöl sem varða fjársöfnun Íslendinga handa Dönum í kjölfar fyrra Slésvíkurstríðsins um miðja nítjándu öld.

Guðmundur Jónsson skrifar grein til minningar um Gísla Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði, sem lést í apríl 2020.

Loks eru birtir sjö ritdómar og ein ritfregn um nýleg verk á sviði sagnfræði.

Fleiri þættir

Hlaðan 9. mars
Blanda #19 Kristjana Vigdís um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu

Í þessum þætti af Blöndu ræðir Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur um Þrautseigju og mikilvæg...

Hlaðan 21. febrúar
Blanda #18 Davíð Ólafsson um Frá degi til dags

Í þessum þætti af Blöndu spjallar Davíð Ólafsson sagnfræðingur um efni nýju bókarinnar hans sem heit...

Hlaðan 2. desember
Blanda #17 Haukur Ingvarsson um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Hauk Ingvarsson um nýja bók hans, Fulltrúi þess besta í bandarískri...

Hlaðan 19. nóvember
Blanda #16 Páll Björnsson um Ættarnöfn á Íslandi

Markús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson um nýja bók hans, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf...

Hlaðan 2. nóvember
Blanda #15 Már Jónsson um Galdur og guðlast

Markús Þórhallsson ræðir við Má Jónsson um Galdur og guðlast. Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur v...

Hlaðan 4. október
Blanda #14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á Íslandi

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana b...

Hlaðan 21. ágúst
Blanda - #13 - Íslenskir þjóðardýrlingar - viðtal við Jón Karl Helgason

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, um bók hans Ódáinsakur: Hel...

Hlaðan 21. júní
Blanda - #12 - Fyrra hefti Sögu árið 2021

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald vorheftis Sögu 2021....

Hlaðan 25. maí
Blanda - #11 - Væringjar og saga norrænna manna í austurvegi

Gestur ellefta þáttar Blöndu er Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Á sí...

Hlaðan 25. maí
Blanda - #10 - Landnám kynjasögunnar

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögun...

Hlaðan 17. maí
Blanda - #9 - Hjalti Hugason um heimagrafreiti á Íslandi

Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, er gestur Blöndu að þessu sinni. Hjalti...

Hlaðan 17. maí
Blanda - #8 - Vísindi og ríkisvald í Bandaríkjunum

Í áttunda þætti Blöndu segir Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur frá doktorsritgerð sinni sem hann...