Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
WorldFengur fjárvana
Fréttir 28. mars 2022

WorldFengur fjárvana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rekstur WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, er langt frá því að standa undir kostnaði. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur kallað eftir fjármagni til að ráðast í aðkallandi endurnýjun.

Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML

Gagnagrunnurinn Worldfengur er rúmlega 20 ára gamalt sam­starfs­verkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins. Þetta er miðlægur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um íslenska hestinn um allan heim, en þar má finna upplýsingar um ættir, afkvæmi, dóma, eigendur, ræktendur, kynmótamat, örmerki, liti og fleira. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur séð um rekstur hans síðan árið 2020.

Aðgangur að Worldfeng er greiddur gegnum árgjöld sem koma í gegnum hestamannafélög um allan heim, en samkvæmt Karvel Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, eru afnotagjöldin langt frá því að svara kostnaði við rekstur grunnsins.

Gunnar Sturluson, forseti FEIF

„Hann var rekinn með 11–13 milljóna króna tapi í fyrra. Við þurfum að endurskoða innheimtu því þetta gengur einfaldlega ekki upp. Þetta er miklu meira en eingöngu skýrsluhaldskerfi, heldur grunnurinn að ræktun íslenska hestsins á heimsvísu. Starfið er alþjóðlegt og mikilvægt en er ekki viðurkennt með fjármagni,“ segir Karvel.

Nú sé leitað leiða til að fá hið opinbera til að taka þátt í nauðsynlegum endurnýjunum. „Það þarf að endurnýja grunninn vegna öryggis en einnig er viðmótið úrelt.“ Því þurfi að aðlaga hann að breyttum tímum, snjallvæða og gera notendavænni. Karvel ráðgerir að slík uppfærsla kosti um 30 milljónir króna ofan á almennan rekstur.

„Skilyrði þess að íslenskur hestur sé viðurkenndur sem svo er að hægt sé að rekja ættir hans til Íslands í gegnum WorldFeng. Hann er því algjört lykilgagn í ræktunarstarfinu,“ segir Gunnar Sturluson, forseti FEIF, og vísar þar í reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins (nr. 422/2011). „Það þarf að fylgja því fjármunir ef slíkt á að vera hægt.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...