baendabladid.is
laugardagur 16. desember 2017
Fræðsluhornið 15. desember

Stór og rúmgóður Opel Insignia

Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist 17 ára var Opel Rekord 1966 sem þá var orðinn 11 ára gamall og afar þreyttur. Hann var svo þreyttur að vinna þurfti í honum í einn dag svo að hægt væri að keyra hann í tvo daga.

Fréttir 15. desember

Lífland keypti um tvö hundruð tonn af byggkorni frá Laxárdal

Það er ekki á hverju hausti sem íslenskt byggkorn er selt í stórum skömmtum til íslenskra fóðurframleiðenda enda nota ræktendur það fyrst og fremst fyrir eigin búskap. Nýverið gekk Lífland frá samningi um kaup á um 200 tonnum af íslensku gæðakorni frá svínabændunum í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Fréttir 15. desember

Eggjaframleiðendur áhyggjufullir

Niðurstaða EFTA-dómstólsins um að ólöglegt sé að banna innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólk getur haft víðtæk áhrif hér á landi, ekki síst hvað varðar framleiðslu á eggjum.

Fréttir 14. desember

Opinn fundur um markaðssetningu lambakjöts

„Við ætlum að boða bændur til fundar á þrettándanum þar sem fjallað verður um nýjungar í markaðssetningu á lambakjöti og enda fundinn á veglegri hádegisveislu, bændum að kostnaðarlausu,“ segir Ásmundur Friðriksson þingmaður ...

Fréttir 14. desember

Upptökur aðgengilegar frá ráðstefnu um kolefnisbindingu

Ráðstefna um leiðir til að auka kolefnisbindingu á Íslandi var haldin í Bændahöllinni þriðjudaginn 5. desember sl. á alþjóðlegum degi jarðvegs. Upptökur af erindum eru nú aðgengilegar á vefnum.

Bærinn okkar 14. desember

Ærlækur

Sveinn Aðalsteinsson og Sif Jóhannesdóttir eru leiguliðar á bænum Ærlæk til tveggja ára frá nóvember 2016.

Fréttir 14. desember

Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu verðlaun

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum.

Gamalt og gott

Gamalt og gott 16. nóvember

Finnsk kynbótasvín í einangrun í Hrísey

Fyrir 20 árum, þann 11. nóvember 1997, var á forsíðu Bændablaðsins greint frá því að fyrstu finnsku kynbótasvínin hefðu lokið einangrunarvist sinni í Hrísey og hefðu þau verið flutt á svínabú í landi.

Gamalt og gott 21. september

Vikulangt neyðarástand á Norðurlandi vegna fannfergis

Fyrir fimm árum, þann 20. september 2012, birtist á forsíðu blaðsins mynd þar sem fé er rekið í slóða í gegnum mikinn snjóskafl niður frá svokallaðri Rönd - neðan Gæsafjalla - í átt að Hraunsrétt.

Gamalt og gott 08. ágúst

Kartöfluuppskerubrestur fyrir tíu árum

Eins og fram kom í viðtali við Bergvin Jóhannsson, bónda á Áshóli og formaður Félags kart­öflu­bænda,í síðasta Bændablaði er útlit fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu sumri. Á svipuðum tíma ársins fyrir tíu árum var staðan hins vegar slæm hjá kartöflubændum og útlit fyrir uppskerubrest.

Skoðun

11 °
Reykjavík
Prjónahornið Sjá allt efni
Matarkrókurinn Sjá allar uppskriftir