baendabladid.is
laugardagur 21. apríl 2018
Fréttir 20. apríl

Margt hefur áunnist á áratug

„Stærsti sigur félagsins er eflaust sá að hafa náð þessum aldri,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum, formaður samtakanna Beint frá býli. Þau fagna 10 ára afmæli sínu um þessar mundir, voru stofnuð á Möðruvöllum á Fjöllum 29. febrúar 2008.

Fréttir 20. apríl

Kindahátíð í Kil

Í upphafi mars síðastliðinn var haldin mikil kindahátíð í Kil í Svíþjóð. Þetta er í tólfta sinn sem það er haldið. Í raun og veru er þetta stór landbúnaðarsýning. Í fyrsta sinn var íslenskur sýnandi með en Fræðafélag um forystufé var með sölu- og kynningarbás á hátíðinni.

Fræðsluhornið 20. apríl

Rómantísk fiskifræði

Rækja er tvíkynja. Hún byrjar lífsferilinn sem karldýr en nokkurra ára skiptir hún um kyn og er breytilegt á milli svæða á hvaða aldri hún skiptir um kyn.

Fréttir 18. apríl

Verðhækkun leiðir til skógareyðingar og dauða

Mikil verðhækkun á vanillu­belgjum hefur leitt til þess að aukið skóglendi hefur verið rutt til ræktunar á vanillaorkideunni. Auk þess sem meiri ásókn í belgina hefur leitt til þjófnaða, átaka og dauða vegna átaka um uppskeruna.

Fræðsluhornið 18. apríl

Umhirða skógarplantna heima á hlaði

Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli.

Fræðsluhornið 17. apríl

Ris og hnig rækjunnar

Sú var tíðin að veiðar og vinnsla á rækju voru stór grein innan íslensks sjávarútvegs. Nú eru rækjuveiðarnar ekki nema svipur hjá sjón og framleiðsla rækjuafurða aðeins brot af því sem var þegar best lét. Frá síðustu aldamótum hefur rækjuiðnaðurinn byggst á innfluttu hráefni að verulegu leyti.

Fréttir 17. apríl

Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum

„Einhvern veginn hefur lambakjötið þróast þannig að það er notað oft sem beitur inn í búðirnar. Þegar við förum að horfa á það þá er verið að selja ...

Gamalt og gott

Gamalt og gott 04. apríl

Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum

Árið er 2013 og á forsíðu Bændablaðsins þann 11. apríl er greint frá verkefninu Íslensk skógrækt (Ísú) sem Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hafði með höndum, en þar kom fram hægt yrði að grisja allt að 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu 5-10 árum.

Gamalt og gott 27. febrúar

Hækkanir á aðföngum og kjaramál voru til umræðu á Búnaðarþingi fyrir tíu árum

Í 5. tölublaði 11. mars árið 2008 var á forsíðu fjallað um Búnaðarþing, sem þá var nýafstaðið.

Gamalt og gott 21. desember

Gríðarleg verðhækkun á tilbúnum áburði fyrir tíu árum

Hrikalegar verhækkanir á tilbúnum áburði og kjarnfóðri blöstu við bændum um áramótin 2007 og 2008. Töldu áburðarsalar sem rætt var við á forsíðu jólablaðs Bændablaðsins 18. desember 2007 að verðhækkanir gætu numið allt að 45 prósentum.

Skoðun

11 °
Reykjavík
Prjónahornið Sjá allt efni
  • Krúttleg húfa

    Ég féll alveg fyrir þessari húfu og prjónaði eina. Uppskriftin Drops Baby 29-9 s..

Matarkrókurinn Sjá allar uppskriftir