Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Mynd / smh
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í blaðinu, kemur fram að enn og aftur trónir Gýgjarhólskot í Biskupstungum efst á listanum yfir afurðamestu bú landsins eftir hverja fullorðna á.

Í umfjöllun Eyjólfs Inga Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML, kemur fram að á síðasta ári hafi sjö bú náð meira en 40 kílóum eftir hverja á. Langefst standi Gýgjarhólskot með 47,1 kíló, en búið hafi verið efst á þessum lista frá árinu 2015 og alltaf náð meira en 40 kílóum eftir ána.

Bæirnir í öðru og þriðja sæti hafa sætaskipti frá 2022. Nú skipa Efri-Fitjar í Fitjárdal annað sætið með 44 kíló eftir hverja á og Kiðafell í Kjós það þriðja með 43,9 kíló. Í annað sinn birtir RML lista yfir mestar afurðir eftir allar ær, veturgamlar og fullorðnar, og er Gýgjarhólskot einnig efst á þeim lista með 43,7 kíló eftir hverja á.

„Fullorðnu ærnar eru 285 en þær veturgömlu eru 69 og eru þetta algerlega frábærar afurðir eftir hjörðina,“ segir Eyjólfur Ingvi í sinni umfjöllun.

Sjá nánar á bls. 4 og 44 í 8. tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...