Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar á herðum sér í nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn mun vera ítarlegur og innihalda langan kafla um landbúnað.

Ráðuneytum verður fjölgað og málaflokkar færast að einhverju leyti milli ráðuneyta, m.a. munu málefni sveitastjórnar og skipulagsmál færast undir nýtt innviðaráðuneyti sem byggir á samgönguráðuneyti. Talið er næsta víst að Sigurður Ingi Jóhannsson stýri því. Ennfremur er gert ráð fyrir að formenn stjórnarflokka haldi sínum ráðuneytum.

Flokkarnir munu hafa skipt á ráðuneytum m.a. er lagt til að umhverfisráðuneytið færist undir Sjálfstæðisflokkinn og heilbrigðisráðuneytið verði á ábyrgð Framsóknarflokks.

Þingflokkar funda nú og kynna leiðtogar þeirra nýjan stjórnarsáttmála. Ef stjórnarflokkar fallast á tillögu formanna mun verða boðað til blaðamannafundar á morgun, sunnudag, þar sem ný ríkisstjórn verður kynnt.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...