Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar á herðum sér í nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn mun vera ítarlegur og innihalda langan kafla um landbúnað.

Ráðuneytum verður fjölgað og málaflokkar færast að einhverju leyti milli ráðuneyta, m.a. munu málefni sveitastjórnar og skipulagsmál færast undir nýtt innviðaráðuneyti sem byggir á samgönguráðuneyti. Talið er næsta víst að Sigurður Ingi Jóhannsson stýri því. Ennfremur er gert ráð fyrir að formenn stjórnarflokka haldi sínum ráðuneytum.

Flokkarnir munu hafa skipt á ráðuneytum m.a. er lagt til að umhverfisráðuneytið færist undir Sjálfstæðisflokkinn og heilbrigðisráðuneytið verði á ábyrgð Framsóknarflokks.

Þingflokkar funda nú og kynna leiðtogar þeirra nýjan stjórnarsáttmála. Ef stjórnarflokkar fallast á tillögu formanna mun verða boðað til blaðamannafundar á morgun, sunnudag, þar sem ný ríkisstjórn verður kynnt.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...