Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.  Á hópurinn meðal annars að skoða valdheimildir opinberra aðila og úrræði til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi.

Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að markmiði að tryggja raforkuöryggi. Breytingarnar kveða m.a. á um gerð reglugerðar um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi, sem og mat á fullnægjandi framboði á raforku.

Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í upphafi árs og hefur starfshópurinn, sem ráðherra hefur nú skipað það hlutverk að vinna tillögu að reglugerð um raforkuöryggi.

Hópurinn  á að veita yfirsýn á heildsölumarkaði raforku og skilgreina öryggismörk um fullnægjandi framboð raforku og heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í til að tryggja að framboð geti mætt eftirspurn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir í tilkynningu á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins afar mikilvægt að fá yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og að tryggja raforkuöryggi, ekki hvað síst raforkuöryggi íslenskra heimila. „Það var eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég kom í umhverfis- og auðlindaráðuneytið.“

Formaður starfshópsins er Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri.

Aðrir sem starfshópinn skipa eru: Breki Karlsson, f.h. Neytendasamtakanna, Friðrik Friðriksson, f.h. HS Orku hf., Kristín Linda Árnadóttir, f.h. Landsvirkjunar, Svandís Hlín Karlsdóttir, f.h. Landsnets hf., Tryggvi Felixson, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, Þrándur Sigurjón Ólafsson, f.h. Orku náttúrunnar ohf.,

Hanna Björg Konráðsdóttir, hjá Orkustofnun, og Magnús Dige Baldursson, hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, munu starfa með starfshópnum.

Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. Mars 2022.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f