Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.  Á hópurinn meðal annars að skoða valdheimildir opinberra aðila og úrræði til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi.

Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að markmiði að tryggja raforkuöryggi. Breytingarnar kveða m.a. á um gerð reglugerðar um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi, sem og mat á fullnægjandi framboði á raforku.

Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í upphafi árs og hefur starfshópurinn, sem ráðherra hefur nú skipað það hlutverk að vinna tillögu að reglugerð um raforkuöryggi.

Hópurinn  á að veita yfirsýn á heildsölumarkaði raforku og skilgreina öryggismörk um fullnægjandi framboð raforku og heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í til að tryggja að framboð geti mætt eftirspurn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir í tilkynningu á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins afar mikilvægt að fá yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og að tryggja raforkuöryggi, ekki hvað síst raforkuöryggi íslenskra heimila. „Það var eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég kom í umhverfis- og auðlindaráðuneytið.“

Formaður starfshópsins er Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri.

Aðrir sem starfshópinn skipa eru: Breki Karlsson, f.h. Neytendasamtakanna, Friðrik Friðriksson, f.h. HS Orku hf., Kristín Linda Árnadóttir, f.h. Landsvirkjunar, Svandís Hlín Karlsdóttir, f.h. Landsnets hf., Tryggvi Felixson, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, Þrándur Sigurjón Ólafsson, f.h. Orku náttúrunnar ohf.,

Hanna Björg Konráðsdóttir, hjá Orkustofnun, og Magnús Dige Baldursson, hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, munu starfa með starfshópnum.

Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. Mars 2022.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...