Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi.
Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Vilja gera Byggðastofnun að betri lánveitanda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á Búnaðarþingi 2022 að
Bændasamtök Íslands hefji viðræður við stjórnvöld um að finna leiðir til að gera Byggðastofnun að betri lána­stofnun fyrir landbúnaðinn.

Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi, segir að loðdýrabændur ætli að leggja fram eina tillögu á þinginu.

„Tillagan snýr ekki eingöngu að málefnum loðdýrabænda heldur ætluð landbúnaðinum í heild og gengur út á að efla Byggðastofnun sem lánastofnun fyrir alla bændur.“

Bæta þarf lánakjör Byggðastofnunar

Tillagan gengur út á að Búnaðarþing samþykki að sett verði í gang vinna með stjórnvöldum um lækkun fjármagnskostnaðar við framleiðslu búvara á Íslandi.

„Við viljum að Byggðastofnun verði gert kleift að bjóða bændum lán á betri lánskjörum en gert er í dag, en með því má lækka framleiðslukostnað og styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbún­aðar, en eins og vitað er þá er fjármagnskostnaður af fjárfestingum í byggingum, vélum eða jarðnæði lægri í okkar nágrannalöndum heldur en hér á landi þó svo að hér sé til dæmis byggingarkostnaður almennt hærri vegna meiri krafna á byggingar. Með því að lækka fjármagnskostnaðinn við þessar fjárfestingar lagast því að einhverju leyti samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar við til dæmis innfluttar landbúnaðarvörur.“

Markaður fyrir loðskinn frosinn

Eins og komið hefur fram í Bændablaðinu fraus markaðurinn fyrir loðskinn sama dag og Rússar gerðu innrás í Úkraínu en á þeim tímapunkti voru skinnauppboð í gangi.

Einar segir að loðdýrabændur séu þessa dagana að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að snúa sér vegna stöðunnar.
„Spurningin er hvort við eigum að fara í viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að vandanum eða hvaða vinkil við eigum að taka. Viðræður við stjórnvöld eru ekki hafnar en við erum að velta þessum málum fyrir okkur hér innan búgreinadeildarinnar og höfum aðeins rætt þetta við stjórn Bændasamtakanna. Málið er því í vinnslu.“

Afsetning lífræns úrgangs

„Það er margt við loðdýraeldi sem er jákvætt inn í umræðuna um umhverfis- og loftslagsmál og nýtingu hráefna. Dæmi um það er að hráefni í fóður fyrir loðdýr er að uppistöðu til sláturúrgangur frá matvælaframleiðslu sem víða er til vandræða í dag enda bannað að urða lífrænan úrgang. Loðdýraeldi er því góð aðferð til að afsetja úrganginn og við því klárlega gjaldgeng inn í þá umræðu,“ segir Einar á lokum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...