Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. 
Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. 
Mynd / Aðsend
Fréttir 22. desember 2021

Verkefnið „Hey!rúlla“ fær inni í Bjarnarflagi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun og fyrirtækið PlastGarðar ehf. hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir verkefnið „Hey!rúlla“ í skrifstofu­húsnæði Landsvirkjunar við Bjarnarflag í Mývatnssveit.

Þetta verkefni PlastGarðars snýst um að vinna að þróun og hönnun á margnota heyrúllupokum, með það að markmiði að skipta út einnota heyrúlluplasti í landbúnaði fyrir margnota lausn sem er bæði betri og umhverfisvænni. Þegar fyrstu pokarnir eru tilbúnir verða þeir prófaðir samhliða hefðbundnum geymsluaðferðum á heyi í heyrúllum.

Garðar Finnsson, eigandi PlastGarðars, stofnaði fyrirtækið fyrir skömmu. Hann tók nýlega þátt í verkefninu „Vaxtarrými“, sem var fyrsti viðskiptahraðallinn á Norðurlandi, átta vikna hraðall með áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og orku. Einn þeirra aðila sem kom að Vaxtarrými var „Eimur“, samstarfsverkefni nokkurra aðila um bætta nýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi. Landsvirkjun er einmitt einn bakhjarla Eims.

„Hey!rúlla“ ætlar að skapa hringrásarhagkerfi landbúnaðar­plasts innan Íslands. Markmið okkar er að  margnota heyrúllupokar endist í allt að 15 ár og verði svo að fullu endurunnir í nýja poka. Það er mikilvægt fyrir þróun og vöxt fyrirtækisins að fá góða aðstöðu og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Garðar og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, bætir við: „Já, við hjá Landsvirkjun fögnum því að fá tækifæri til að hlúa að enn einum vaxtarsprotanum, nú með því að hýsa PlastGarðar í Bjarnarflagi.

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Liður í því er að styðja við nýsköpun af ýmsum toga, um leið og við eflum samskipti við nærsamfélagið og styðjum við hringrásarhagkerfið.“

Skylt efni: Hey!rúlla

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...