Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun.
Fréttir 7. febrúar 2022

Uppstoppaður kindahaus númer 400 er tilbúinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, sem lengi hefur unnið við uppstoppun, en seint á síðastliðnu ári afhenti hann kindahaus númer 400 frá því hann hóf að stoppa upp. Hausinn fór á Sauðanes við Siglufjörð, var jólagjöf sem vakti lukku.

Kristján kennir sig við Gilhaga í Skagafirði þar sem hann er fæddur og uppalinn, en hann flutti til Akureyrar árið 2008 þar sem hann kom sér upp atvinnuhúsnæði sem hann kallar Hreiðri. Þar sinnir hann uppstoppun sinni og hefur um tíðina haft í nógu að snúast. Mest hefur hann fengist við að stoppa upp dýr, kindahausa til að mynda og tófur hafa líka í áranna rás komið í töluverðum mæli sem og fuglar.

Kristján segir að uppstoppunarferlið sé tímafrekt en „ég hef alltaf jafn gaman af þessu og er svo sem ekki með nein áform um að hætta,“ segir hann.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...