Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.
Mynd / ghp
Fréttir 29. mars 2022

Uppbygging og efling Bændasamtakanna megináhersla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Nautgriparæktin stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Líkt og aðrar búgreinar erum við uggandi yfir stöðu mála á tímum heimsfaraldurs og stríðsátaka í Evrópu. Búgreinin hefur nú þegar fundið fyrir hækkunum aðfanga og óvissu um hvað næstu mánuðir og ár bera í skauti sér. Það er því aðkallandi að við tryggjum sanngjarna afkomu bænda, förum af fullri alvöru að vinna að aukinni sjálfbærni landbúnaðarins og tryggjum greininni sanngjarnt starfsumhverfi með regluverki og tollasamningum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ.

Deildin sendir nokkrar tillögur á Búnaðarþing sem samþykktar voru á Búgreinaþingi nautgripabænda. „Tillögurnar snúa að uppbyggingu Bændasamtakanna og öðrum málum sem snerta landbúnaðinn allan, þá einna helst fjármögnun hans og innviði,“ segir Herdís Magna. „Okkar megináherslur núna felast kannski helst í því að við náum að byggja upp og efla Bændasamtökin svo að þau geti sinnt því mikla og mikilvæga starfi sem felst í hagsmunagæslu landbúnaðarins.“

Herdís Magna segir að nauta­bændur séu þegar farnir að undirbúa næstu endurskoðun búvörusamninga en sú vinna mun vega þungt á þessu ári. „Nautgriparæktin stefnir að því að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Við erum komin af stað í aðgerðum á búunum sjálfum með þátttöku kúabænda í verkefninu um loftslagsvænan landbúnað og stefnum á að vinna ótrauð áfram að þessu markmiði okkar,“ segir Herdís Magna.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...