Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum
Fréttir 9. mars 2023

Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ) og bóndi á Syðstu- Fossum í Andakíl, hefur sagt upp störfum sínum hjá samtökunum og mun hætta 31. maí næstkomandi.

Hann kom fyrst til starfa fyrir BÍ árið 2007 sem ráðunautur hjá Byggingaþjónustu landbúnaðarins. Starfaði svo um tíma hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) áður en hann hélt utan til Svíþjóðar til að starfa við vöruþróun hjá DeLaval um mitt ár 2011. Eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð sneri Unnsteinn heim og starfaði um skeið hjá RML, en tók svo við framkvæmdastjórastöðu hjá Landssamtökum sauðfjárbænda árið 2017.

Eftir breytingar á félagskerfi landbúnaðarins, með sameiningu búgreinafélaganna við BÍ sumarið 2021, hefur hann verið í fullu starfi fyrir samtökin.

Samhliða störfum sínum fyrir bændur stundar Unnsteinn sjálfur búskap á á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgarfirði.

„Við erum með hross og sauðfé, en búskapurinn telst nú ekki vera stór í sniðum. Ég ætla mér að einhverju leyti að fara og sinna búskapnum meira en er ekki búinn að setja markið á annað starf. Tíminn hjá BÍ hefur verið ákaflega góður en fyrir mig var einfaldlega kominn tími á breytingar. Mér finnst að þeir sem starfa við stefnumótun og eru leiðandi í svona samtökum eigi ekki endilega að vera mjög lengi. BÍ er að mínu mati á réttri leið eftir að hafa gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Við vorum að klára glæsilegt búgreinaþing sem sýnir að samtökin eru að ná réttum takti í þessu félagskerfi. Ég verð áfram til taks í þeim fjölmörgu verkefnum sem eru fram undan í starfinu og kveð samtökin mjög sáttur.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...