Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Auður Lilja Arnþórsdóttir.
Auður Lilja Arnþórsdóttir.
Fréttir 1. mars 2021

Töluverðar líkur á að nýtt afbrigði fuglaflensu berist til Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérfræðingahópur um fuglaflensu, sem í eiga sæti fulltrúar Matvæla­stofn­unar, Tilrauna­stöðvar HÍ að Keldum og Háskóla Íslands, fylgist vel með þróun fuglaflensu í heim­inum og þá sérstaklega á vetrar- og viðkomu­stöðum íslenskra farfugla.

Auður Lilja Arnþórs­dóttir, sérgreina­dýralæknir smitsjúkdóma og faralds­fræði hjá Mast, segir í svari við fyrirspurn Bændablaðsins um möguleikann á að nýtt afbrigði fuglaflensu H5N8 berist til Íslands.
„Hópurinn álítur að töluverðar líkur séu á að hið alvarlega afbrigði veirunnar, sem nú er mest um í Evrópu, berist til landsins með villtum fuglum á næstu mánuðum, að óbreyttu.“

Í íslenskum álftum á Írlandi

„Matið er meðal annars byggt á því að veiran greindist fyrr í vetur í íslenskum álftum sem hafa vetursetu á Írlandi. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur hér á landi geri ráðstafanir til að verja fuglana sína fyrir smiti frá villtum fuglum. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi þarf að grípa til niðurskurðar á öllum fuglum á viðkomandi stað og gera sérstakar ráðstafanir um vöktun og sóttvarnir á stóru svæði umhverfis hann og aðra staði sem honum eru tengdir.“

Auður segir að afleiðingar fugla­flensu á alifuglabúum séu mjög alvarlegar og því mikils um vert að koma í veg fyrir að smit berist inn á þau.

Ítarlegar upplýsingar um fugla­flensu og mikilvægustu sótt­varnir er að finna á vef Matvæla­stofnunar. Fuglaeigendur eru hvattir til að tilkynna Matvæla­stofnun ef þeir verða varir við grunsamleg veikindi eða aukin dauðsföll meðal fuglanna. Jafnframt er almenningur beðinn um að tilkynna til stofnunarinnar ef villtir fuglar finnast dauðir, nema ef augljóst er að þeir hafi drepist af slysförum.


Tilkynningar má skrá sem ábendingu á vef Matvælastofnunar, www.mast.is, hringja í síma 530-4800 eða senda tölvupóst á mast@mast.is.

– Sjá nánar í fréttaskýringu um fuglaflensuna á bls. 20 í Bændablaðinu.

Skylt efni: Mast fuglaflensa

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...