Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Tilnefnd til verðlauna
Fréttir 6. mars 2025

Tilnefnd til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna fyrir umfjöllun ársins 2024.

Tilnefninguna hlýtur hún fyrir greinarskrif um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt.

Í umsögn dómnefndar segir að umfjöllunin varpi „ljósi á það hvernig einokunin hefur hamlandi áhrif á ylrækt á Íslandi og hvernig markaðsráðandi fyrirtæki hefur notfært sér aðstöðu sína á vafasaman hátt. Umfjöllunin er vel framsett og skrifuð af þekkingu um tiltölulega sérhæft málefni, með skírskotun í umræðu um fæðuöryggi á Íslandi,“ segir þar enn fremur.

Umfjöllun Guðrúnar Huldu birtist í nokkrum tölublöðum Bændablaðsins á síðasta ári. Þar segir frá því að mikil óánægja hafi verið meðal garðyrkjubænda vegna fyrirtækisins Linde Gas, sem var á þeim tíma eini aðilinn sem seldi koltvísýring. Þar kemur fram að bændur hafi ekki fengið „það magn af koltvísýringi sem þeir hafa skuldbundið sig til að kaupa og afhending hefur verið gloppótt“.

Bændur í ylrækt hafi lent í því að vera án koltvísýrings svo vikum skipti, en hann er lífsnauðsynlegur plöntum. Í gróðurhúsum, þar sem þéttleiki plantna er mikill, er koltvísýringi dælt inn til að auka vöxt og gæði plantnanna. Skortur á koltvísýringi kemur því niður á rekstraröryggi garðyrkjustöðva.

Umfjöllunina má nálgast í nokkrum greinum:

Í flokknum Umfjöllun ársins 2024 eru tvær aðrar tilnefningar. Þær hlutu Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin, og Pétur Magnússon, RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða.

Verðlaunaafhending fer fram í Grósku kl. 17 þann 12. mars og eru viðurkenningar veittar í fjórum flokkum. Að auki við umfjöllun ársins er verðlaunað fyrir viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...