Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði
Fréttir 29. mars 2022

Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðvikudaginn 30. mars verður haldið stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði á Hótel Natura í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 13.00. Nánari upplýsingar um þingið er að finna á bondi.is. Einnig verður streymt frá fundinum.

Fyrsti fundur í tengslum við málþing um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði var haldinn á fjarfundi. Þeir sem  mættu á fundinn voru Anna Kristín Daníelsdóttir, Guðjón Þorkelsson og Sæmundur Sveinsson frá Matís, Þóroddur Sveinsson, Christian Schultze, Rósa Björk Jónsdóttir og Ísey Dísa Hávarðsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands, frá RML, Karvel Karvelsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Vigdís Häsler, Höskuldur Sæmundsson og Unnsteinn Snorri Snorrason frá bændasamtökum Íslands.

Samráðsfundur um landbúnaðarrannsóknir

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir að fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan hafi Bændasamtökin staðið fyrir samráðsfundi um landbúnaðarrannsóknir. „Þáverandi framkvæmdastjóri, Sigurður Eyþórsson, kallaði saman helstu stofnanir og aðila á sviði landbúnaðarrannsókna ásamt fulltrúa fagráða í flestum búgreinum.

Í síðustu viku áttu BÍ og Matís fund um ýmis áhugaverð málefni og ræddu hugmyndir um að endurvekja þetta góða verkefni, jafnvel útvíkka efnistökin og blása til málþings miðvikudaginn 30. mars klukkan 13.00 í aðdraganda Búnaðarþings sem verður haldið dagana 31. mars og 1. apríl.“

Stutt erindi og lifandi umræður

„Fundurinn er hugsaður sem stefnumót þar sem öllum er boðið, ekki síst þeim sem starfa í matvælaframleiðslu, þar sem stofnanir og fyrirtæki munu flytja stutt erindi og svo verður opnað á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.

Stutt samantekt af fundinum verður síðan kynnt á Búnaðarþinginu og hópurinn sem að fundinum stendur mun síðan halda áfram að vinna saman að lausnum á þessu sviði. Að mínu mati er fundurinn gott tækifæri fyrir fræðslu og kynningu um framtíðarlausnir í landbúnaði þar sem slík umræða hefði ekki komist fyrir í annars þéttri dagskrá Búnaðarþings.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f