Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar
Fréttir 3. mars 2023

Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö landshlutasamtök sveitarfélaga fengu úthlutað frá innviðaráðherra 130 milljónum króna til tólf verkefna sem ætlað er að efla byggðir landsins.

Markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaráætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu stærsta styrkinn, að upphæð 21,6 milljón króna fyrir verkefni um verðmætasköpun á sauðfjárræktarsvæðum.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu 15 milljónir króna til að styrka innviði á Laugarbakka í Miðfirði og efla þar atvinnustarfsemi, með lagningu kaldavatnslagna frá Hvammstanga til Laugarbakka.

Fjórðungssamband Vestfirðinga hlaut 15 milljónir króna til að byggja upp Baskasetur Íslands sem verði miðstöð skapandi sjálfbærni, tengt lífríki hafsins. Það hlaut einnig 7 milljón króna styrk sem nota á í verkefni sem snýr að þorskseiðaeldi á Drangsnesi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlutu 15.650.000 kr. fyrir framkvæmd hönnunar- og vörusmiðju nýrrar hringrásar ferðamanna um Austur og Norðurland í tengslum við beint millilandaflug á Egilsstaði og Akureyri. Verkefnið er samstarf SSA, SSNV, SSNE, áfangastofa Norður- og Austurlands, Austurbrúar og Markaðsstofu Norðurlands

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlaut einnig 13 milljónir króna fyrir verkefnið Vatnaskil sem fjallar um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á ungt fólk.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlutu styrk upp á 11,2 milljónir króna til að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð, sem nýtast á til að móta stefnu í markaðssetningu fyrir nýja íbúa, fjárfesta og í ferðaþjónustu á svæðinu. Samtökin hlutu einnig 5 milljónir króna fyrir þarfagreiningu og frumhönnun á atvinnuhúsnæði fyrir iðngarða í Búðardal.

Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hlutu styrk upp á 10 milljón krónur fyrir rekstur á starfrænni smiðju (FabLab) í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hlutu 4,3 milljónir króna fyrir verkefni sem snýr að hitaveitu- væðingu Grímseyjar. Þau hlutu einnig 2.250.000 kr. til uppbyggingar á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir í Þingeyjarsveit.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fengu 10 milljónir króna til verkefnis er snýr að uppbyggingu sérfræðistarfa við þróun þekkingartengdrar ferðaþjónustu á miðsvæði Suðurlands

Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...