Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Mynd / MHH
Fréttir 31. maí 2022

Sigga á Grund hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er oftast kölluð, hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum og þykja hestarnir mikil listasmíð. Eru þeir nú til sýnis í Tré og list í Flóahreppi.

„Ég er mjög lukkuleg og ánægð með að vera loksins búin að þessu en þetta hefur tekið mig mörg hundruð klukkustundir,“ segir Sigga á Grund, útskurðarmeistari í Flóanum.

Sigga á Grund með íslenska hestinn sem hún hefur skorið út í öllum sínum fimm gangtegundum. 

Mjög sátt við útkomuna

„Þeir sem hafa séð hestana í Tré og list hér í Flóahreppi eru mjög ánægðir og hafa hrósað mér mikið fyrir verkið. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég er mjög sátt við útkomuna.“

Síðasta gangtegundin, sem Sigga skar út var töltið. Allir hestarnir eru skornir meira og minna út í Linditré. Hestarnir eru nú til sýnis í Tré og list en fara svo aftur heim á Grund.
Ekki til sölu

„Nei, nei, þeir eru ekki falir, ég ætla að eiga þá og njóta þess að horfa á þá heima,“ segir Sigga og skellihlær.

Skylt efni: Sigga á Grund

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...