Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.

Einar E. Einarsson, sem var minkabóndi á Skörðugili í Skagafirði fram að síðustu áramótum, hefur látið af störfum sem formaður deildar loðdýrabænda og Sambands íslenskra loðdýrabænda. Með Birni í stjórn verða Veronika Narfadóttir frá Túni í Flóa og Hjalti Logason frá Neðri- Dal undir Eyjafjöllum.

Björn hóf minkarækt árið 2012, á þeim tíma sem mikill uppgangur var í greininni og skinnaverð hátt. Fyrstu misserin nýtti hann gömul fjárhús, en tók í notkun nýtt minkahús árið 2014 á sama tíma og verðfall varð á skinnum. Í Holti er jafnframt kúabú sem Björn segir hafa haldið minkabúinu á floti. Þrátt fyrir lágt afurðaverð sé minkarækt skemmtilegur búskapur og félagsskapur loðdýrabænda góður.

Aðspurður um fyrstu verkefnin sem formaður segir Björn nauðsynlegt að draga saman í rekstrinum á félaginu þar sem starfandi minkabændur séu orðnir fáir. Þá þurfi að finna nýjan farveg fyrir verkun skinna í haust, þar sem Einar á Skörðugili tók það verkefni að sér fyrir marga minkabændur.

Nú eru einungis sex minkabú eftir og telur Björn engar horfur á frekari fækkun eins og er. Þar sem búin séu svona fá þurfi að halda vel utan um ræktunarstarfið til að forðast skyldleikaræktun. Ekki sé lengur hægt að sækja kynbótagripi erlendis frá sem séu af sömu gæðum og íslenski stofninn eftir að minkarækt hrundi í Danmörku.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...