Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Henrik Nordtun Gjertsen.
Mynd / ál
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til þess að fylgjast með hvað er að gerast í nágrannalöndunum og læra af hvert öðru þegar kemur að málefnum ungra bænda.

Henrik Nordtun Gjertsen, formaður Samtaka ungra bænda í Noregi (NBU), veitir Nordic Young Farmers (NYFA) forystu. Hann segir ungliðahreyfingarnar á Norðurlöndunum nokkuð ólíkar þó svo að vandamálin séu sambærileg. Hann nefnir sem dæmi að í sumum löndum eru samtök ungra bænda deild innan hinna eiginlegu bændasamtaka, á meðan í Noregi eru NBU sjálfstæð samtök, þó svo að þau séu með skrifstofu í sömu byggingu og fulltrúi frá þeim sé í stjórn Norges Bondelag.

NBU eru regnhlífarsamtök fyrir minni félög ungs fólks í sveitum og dreifðari byggðum í Noregi og því ekki afmörkuð við bændur. Meðlimir NBU eru í kringum 7.000 og að auki við hagsmunagæslu byggir starfið á minni viðburðum sem svæðisfélögin skipuleggja og stærri hátíðum sem félagsmenn alls staðar að af landinu sækja.

Henrik kemur frá eplabýli í vesturhluta Noregs og hefur hann lengi verið virkur í félagsmálum bænda. Hann fer með forystu NYFA samhliða því sem norsku bændasamtökin eru kyndilberar Nordens Bondeorganisationers Centralråd (NBC), samstarfsvettvangi bændasamtaka á Norðurlöndunum. Norðurlöndin skipta formennskunni í NBC og NYFA á milli sín þar sem hvert land fer með formennsku í
báðum samtökum í tvö ár.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...