Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla
Fréttir 28. desember 2021

Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna ábendinga til Matvælastofnunar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, er rétt að benda á að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. 

Auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar. Stofnuninni er skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.

Undantekning er þegar veiðimaður afhendir heilan fugl, óreyttan, til neytenda, markaða eða veitingastaða. Sérhver meðhöndlun á gæs telst sem vinnsla og er leyfiskyld ef selja eða dreifa á afurðunum.  Þetta á t.d. við um pakkaðar gæsa- og andabringur, kryddaðar og ókryddaðar, um pate og kæfu frá þessum fuglum og um grafnar afurðir þeirra.

Þegar neytt er villibráðar sem hefur verið skotin þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum getur leynst í kjötinu og að blýmengun getur verið til staðar en blý er þungmálmur sem ber að varast.

Skylt efni: Villibráð fuglar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...