Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára
Fréttir 11. júlí 2019

Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á kindakjöti var 3,1% meiri í maí á þessu ári en í fyrra samkvæmt tölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar.

Sala á kindakjöti í maí sl. nam um 485 tonnum. Þá var ársfjórðungssalan á kindakjöti  frá afurðastöðvum til verslana rúmlega 1.504 tonn, sem er 1,9% minni sala en á sama tímabili 2018. Heildarsalan á kindakjöti, þ.e. bæði af dilkum og fullorðnum ám, veturgömlum og hrútum nam á síðasta ári rúmlega 6.077 tonnum.

Miklar sveiflur hafa verið á milli mánaða í sölu á kindakjöti. Þannig dróst salan í apríl saman um 10,2% frá því sem hún var í sama mánuði 2018. Greinilegt er að gott grillveður á sunnan og vestanverðu landinu í maí hefur haft í för með sér viðsnúning í sölu á kindakjöti. Fróðlegt gæti því orðið að sjá tölur fyrir júní sem var afar sólríkur á vesturhluta landsins, en þær munu ekki liggja fyrir fyrr en undir lok júlí.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...