Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Mynd / sá
Fréttir 2. maí 2025

Rúmur milljarður í þágu loftslagsaðgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veita á 1.300 milljónum króna í styrki vegna orkuskipta og tækni- og nýsköpunarverkefna á sviði loftslagsmála.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt að Loftslags- og orkusjóður muni veita styrki að upphæð 1.300 milljóna króna til almennra verkefna sem eru til þess fallin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og gera Ísland óháðara jarðefnaeldsneyti.

Eru áherslur fyrir almenna úthlutun sjóðsins árið 2025 sagðar skiptast í tvo meginflokka. Eru þar annars vegar verkefni sem skila skjótum og mælanlegum árangri í útfösun kolefnis og skiptist sá flokkur niður á innviði fyrir stærri tæki og áfyllingarstöðvar fyrir raf- og lífeldsneyti. Hins vegar eru verkefni sem varða orkuskipti og orkusparnað í margvíslegum rekstri, orkuskipti á hafi og hringrásarverkefni. Hinn flokkurinn snýr að nýrri tækni og nýsköpunarverkefnum á sviði loftslagsmála.

Verður 1.000 m.kr. veitt í verkefni sem styðja við markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og 300 m.kr. til verkefna sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2025.

Skylt efni: loftslagsmál

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f