Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna
Mynd / Luke Hodde
Fréttir 23. maí 2023

Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar hefur lagt til að starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu ágengra plantna verði settur aftur í gang og gerð langtímaáætlun um aðgerðir.

Segir í fundargerð nefndarinnar frá byrjun mánaðarins að „nokkur vinna tengd kortlagningu og upprætingu ágengra plantna hafi farið fram í Þingeyjarsveit (eldri) og Skútustaðahreppi. Náttúrustofa Norðurlands vann að kortlagningu framandi ágengra plöntutegunda í Þingeyjarsveit árin 2019 og 2020 og skilaði af sér skýrslu í lok þeirrar vinnu. Í Skútustaðahreppi var stofnaður starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu á útbreiðslu kerfils, lúpínu og njóla árið 2019.“ Kemur fram að sumrin 2020 og 2021 hafi verið ráðinn sumarstarfsmaður á vegum Skútustaðahrepps til þess að kortleggja og uppræta ágengar plöntur.

Lögð er áhersla á að haldið verði áfram vinnu við eyðingu ágengra plantna í sveitarfélaginu og er sveitarstjórn hvött til að leita samstarfs við hagaðila um verkefni sumarsins.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f