Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki ársins 2024.

Pólar Hestar eru á bænum Grýtubakka II í Grýtubakkahreppi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá 1985 og býður upp á langar og stuttar hestaferðir um Höfðahverfi, Látraströnd og austur í Þingeyjarsýslu.

Í umsögn Markaðsstofu Norðurlands um Pólar hesta kemur m.a. fram að fyrirtækið bjóði upp á hestaferðir allan ársins hring og leggi áherslu á persónuleg samskipti og góða tengingu við sína gesti til að tryggja að þeirra upplifun verði sem allra best. Þau atriði skipti höfuðmáli þegar kemur að þróun áfangastaðarins Norðurlands og eiga sinn þátt í því að stuðla að minni árstíðarsveiflu þegar boðið er upp á afþreyingu sem innlendar og erlendar ferðaskrifstofur geta boðið upp á í sínum vetrarferðum.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Stefán Kristjánsson og Juliane Brigitte Kauertz, eigendur fyrirtækisins, með viðurkenninguna og blóm, ásamt Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Halldóri Óla Kjartanssyni frá markaðsstofunni. Lengst til vinstri er svo Katrín Harðardóttir, sem er einnig starfsmaður markaðsstofunnar. Hjá Pólar hestum eru oftast yfir 100 hestar á járnum og hestar við allra hæfi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...