Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stórþörungar og bóluþang.
Stórþörungar og bóluþang.
Fréttir 30. október 2017

Nýsköpun í vinnslu stórþörunga til framleiðslu á fóðri til fiskeldis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um næstu áramót lýkur norræna verkefninu „Conservation and processing marine macro algae for feed ingredients (Capmafi)“. Markmið verkefnisins er aðskilnaður efnasambanda úr stórþörungum með hjálp ensíma.

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa framleiðsluferil til að aðskilja ákveðna efnishluta úr stórþörungum með himnusíunarbúnaði, varðveita þá og nota sem viðbætt hráefni í eldisfóður fyrir fiskeldi.

Aðaláherslan var lögð á aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra, með aðstoð ensíma. Framleiðsluferillinn byggðist á því að smækka þörungana í þykkni með votmyllu. Þykknið er síðan meðhöndlað með ensímum í þeim tilgangi að brjóta prótein niður í peptíð og amínósýrur. Þykknið er síðan meðhöndlað með sýru til að auka geymsluþolið og hjálpa til við niðurbrot próteina. Himnusíun sér svo um aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra úr þykkninu.

Tilraunir í sambandi við verkefnið hafa gengið vel og lofa góðu. Þátttakendur, auk Matís, í verkefninu eru Eukaryo AS, Due Miljø og Akvatik AS frá Noregi ásamt Tari-Faroe Seaweed frá Færeyjum.

Skylt efni: þang og þari

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...