Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nýjar reglur um flutning yfir varnarlínur
Fréttir 20. nóvember 2025

Nýjar reglur um flutning yfir varnarlínur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið lögð drög að reglugerð um flutning sauð- og geitfjár yfir varnarlínur. Þau nýmæli eru í drögunum að bændur á meginhluta landsins geta nú selt fé yfir varnarlínur beri það verndandi (V) eða mögulega verndandi arfgerð (MV).

Áður voru það aðeins bændur á líflambasölusvæðum sem höfðu heimild til að selja líflömb yfir varnarlínur.

Kaupendur þurfa ekki leyfi

Önnur nýmæli eru að fallið er frá því að hafa flutninga líflamba og -kiða háð bæði sölu- og kaupaleyfum frá Matvælastofnun. Eingöngu verður krafist leyfa fyrir sölu fjár yfir varnarlínur en kaupendur þurfa ekki sérstakt leyfi til flutnings eins og nú er.

Í greinargerð með drögunum segir að samhliða gerð nýrrar reglugerðar um riðuveiki í fé hafi reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða verið endurskoðuð. „Matvælastofnun lagði fram tillögur haustið 2024, ráðuneytið útfærði tillögurnar og gætti að samræmi við drög að nýrri reglugerð um riðuveiki og Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Á haustmánuðum samþykkti Alþingi breytingar á lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 en þær breytingar eru forsenda fyrir breyttri nálgun á reglum um flutninga fjár yfir varnarlínur,“ segir í greinargerðinni.

Áfram mikil höft í áhættuhólfum

Ný reglugerð felur áfram í sér takmarkanir, en helsta breytingin frá núgildandi reglugerð er að tekið er mið af arfgerðum í stað landsvæða og líflambasölusvæða. Í greinargerðinni segir að með breytingunum opnist nýjar viðskiptaleiðir með líffé frá landsvæðum sem í áratugi höfðu ekki möguleika á að flytja fé yfir varnarlínur – og þannig ekki gefist kostur á að selja kynbótagripi til bænda í öðrum varnarhólfum. Skilyrði er að féð beri verndandi (V/x) eða mögulega verndandi (MV/x) arfgerð.

Áfram verða mikil höft á landsvæðum sem flokkast sem áhættusvæði, sem ná frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Sauðfé sem flutt er í áhættuhólf þarf að bera V/x arfgerð, MV/MV arfgerð eða T137/x arfgerð.

Nýjar reglur um línubrjóta

Þegar fé hefur sjálft farið yfir varnarlínur (sem línubrjótar) mun gilda regla um tilkynningaskyldu í afmörkuðum og skilgreindum tilvikum. Þegar fé ber breytileikana V/x eða MV/x verður heimilt að flytja það til baka til síns heima að uppfylltri meginreglunni „úr varnarhólfi með jafna eða betri sjúkdómastöðu en hólfið sem flutt er í“.

Fram til þessa hefur öllum línubrjótum verið slátrað alveg óháð því hvort féð beri verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir og bætur greiddar úr ríkissjóði. Einnig fellur hér undir flutningur á fé sem er arfhreint með verndandi arfgerð (V/V) og fé sem er flutt á kynbótastöð.

Umsóknarfrestur er um reglugerðardrögin til 28. nóvember.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...