Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja sálmabók sem leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1972.
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja sálmabók sem leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1972.
Mynd / kirkjan.is
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum landsins.

Í guðsþjónustu Dómkirkjunnar í Reykjavík tók biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, formlega við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi forleggjarans. Í þessari nýju útgáfu eru 795 sálmar og var mikil breidd í vali þeirra, samkvæmt frétt á vef þjóðkirkjunnar. Inniheldur hún kjarnasálma sem sungnir hafa verið í aldir, ásamt mörgum sem orðið hafa til á síðustu árum.

Í samanburði við fyrri útgáfu sálmabókarinnar eru núna fleiri sálmar eftir konur og segir biskup það tímanna tákn. Önnur nýjung er að nokkrir sálmanna eru á frummálinu, hvort heldur sem það er Norðurlandamál eða önnur tunga.

Sálmabókin sem nú er verið að leysa af hólmi kom fyrst út árið 1972 og voru gerðar viðbætur á henni í gegnum tíðina – síðast 1997. Sálmabókanefnd hafði umsjón með vali sálmanna og hefur hún verið að störfum í nokkur ár.

Skylt efni: bókaútgáfa | sálmabók

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...