Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni við þá rýra á einhvern hátt notagildi jarða þeirra.

Bóndi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi spyr hvort hann sé nauðbeygður til að eyða tíma sínum í að verða einhvers konar vindorkuverasérfræðingur til að verja hendur sínar fyrir áformum um vindmyllugarð á næstu jörð. Hann segi fráleitt að íbúar í dreifbýli þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að verjast slíku.

Athygli vekur að viðkomandi bóndi komst á snoðir um áform nágranna síns fyrir tilviljun, þegar hann rakst á skýrslu verkfræðistofu um verkefnið sem fylgigagn fundargerðar sveitarstjórnar á vefnum. „Ef af þessu verður mun þetta rýra notagildi nærliggjandi jarða og hafa veruleg áhrif á umhverfið í kring. Þetta vakti mikinn óhug okkar. Er ekki það sama að gerast í Hvalfirði, Borgarfirði og Dölunum?“ spyr bóndinn og telur að ef reisa eigi vindorkuver ættu þau að vera í eigu landsmanna en ekki einkaaðila þar sem að baki standi erlend stórfyrirtæki.

Sjá nánar bls. 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Skylt efni: Vindmyllur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...