Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Mynd / Samkaup
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í versluninni og er hún staðsett á lager.

Jarðgerðarvélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýttur í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Í fréttatilkynningu frá Samkaupum segir að leikskólinn Ylur í Mývatnssveit muni nýta jarðveginn til ræktunar grænmetis og á grænu svæðin í kringum skólann eða þar sem þörf þyki. Í leikskólanum séu 19 börn á aldrinum 1-5 ára og umhverfisvitund og útikennsla séu stór hluti af skólastarfi nemenda. Því falli verkefnið einkar vel inn í þá vinnu.

Segir jafnframt að fyrirtækið hafi einblínt á þau svið sjálfbærni sem skilað gætu mestum árangri og matarsóun sé þar ein af stærstu áskorunum matvöruverslana. Samkaup sporni með ýmsum hætti gegn matarsóun með því að selja vörur á síðasta söludegi á lægra verði og með samstarfsverkefnum, þar sem matvælum, í góðu standi en á síðasta snúningi, sé komið t.d. til Hjálpræðishersins og í frískápa, frekar en að honum sé hent.

Þetta er fyrsta jarðgerðarvélin sem sett er upp við verslun Samkaupa, en hugmyndin er að fleiri vélar verði settar upp við verslanir fyrirtækisins um land allt og þannig tryggð betri hringrásarnýting matvæla.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...