Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Mynd / Samkaup
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í versluninni og er hún staðsett á lager.

Jarðgerðarvélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýttur í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Í fréttatilkynningu frá Samkaupum segir að leikskólinn Ylur í Mývatnssveit muni nýta jarðveginn til ræktunar grænmetis og á grænu svæðin í kringum skólann eða þar sem þörf þyki. Í leikskólanum séu 19 börn á aldrinum 1-5 ára og umhverfisvitund og útikennsla séu stór hluti af skólastarfi nemenda. Því falli verkefnið einkar vel inn í þá vinnu.

Segir jafnframt að fyrirtækið hafi einblínt á þau svið sjálfbærni sem skilað gætu mestum árangri og matarsóun sé þar ein af stærstu áskorunum matvöruverslana. Samkaup sporni með ýmsum hætti gegn matarsóun með því að selja vörur á síðasta söludegi á lægra verði og með samstarfsverkefnum, þar sem matvælum, í góðu standi en á síðasta snúningi, sé komið t.d. til Hjálpræðishersins og í frískápa, frekar en að honum sé hent.

Þetta er fyrsta jarðgerðarvélin sem sett er upp við verslun Samkaupa, en hugmyndin er að fleiri vélar verði settar upp við verslanir fyrirtækisins um land allt og þannig tryggð betri hringrásarnýting matvæla.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...