Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á Hólmavík.

Elías Jónatansson.

Stöðin annar fjórum bílum til viðbótar við þær stöðvar sem fyrir eru. Hvert tengi getur annað mest 240 kW. Orkubú Vestfjarða er einnig með stöðvar á Patreksfirði, Flókalundi, Bjarkalundi, Reyk­ hólum, Drangsnesi, Djúpavík, Reykjanesi, Hvítanesi, Ísafirði, Þingeyri og Tálknafirði.

Á næstu vikum fara upp 22 kW stöðvar á Flateyri, Suðureyri og í Súðavík. Þá verða settar upp 180 kW hraðhleðslustöðvar í Bolungarvík, Bíldudal og í Mjólká núna í vor.

„Orkubúið telur mikilvægt að rafbílaeigendur hafi aðgang að einhvers konar hleðslu í öllum byggðarkjörnum á Vestfjörðum og hraðhleðslu í stærri byggðarkjörnunum. Með staðsetningu hraðhleðslustöðvar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er verið að stytta vegalengd á milli hraðhleðslustöðva frá Hólmavík til Ísafjarðar. Við lítum á hana sem góða staðsetningu þegar upp koma vandræði með færð yfir Steingrímsfjarðarheiðina, sem getur þýtt að bílar á suðurleið þurfi að snúa við og nái því ekki í hraðhleðslustöð á Hólmavík,“ segir Elías Jónatansson orkubússtjóri.

Á sama hátt segir Elías að hraðhleðslustöð, sem setja á upp við Mjólkárvirkjun, sé hugsuð til þess að mæta þörf þeirra bifreiða á suðurleið sem lenda í vandræðum vegna færðar á Dynjandisheiði. Auk þess sé staðsetningin nærri Dynjanda, sem er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. „Stöðin í Mjólká verður líka mikilvæg fyrir þá sem koma sunnan að þar sem í Flókalundi er einungis ein 50 kW stöð og erfitt að bæta þar við miklu afli vegna þess hve dreifikerfið þar er veikt,“ segir hann.

Þá má geta þess að Orkubúið setti tímabundið upp tvær 180 kW hraðhleðslustöðvar á Ísafirði um páskana vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Hægt er að finna allar stöðvar Orkubús Vestfjarða í appinu e1.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...