Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á Hólmavík.

Elías Jónatansson.

Stöðin annar fjórum bílum til viðbótar við þær stöðvar sem fyrir eru. Hvert tengi getur annað mest 240 kW. Orkubú Vestfjarða er einnig með stöðvar á Patreksfirði, Flókalundi, Bjarkalundi, Reyk­ hólum, Drangsnesi, Djúpavík, Reykjanesi, Hvítanesi, Ísafirði, Þingeyri og Tálknafirði.

Á næstu vikum fara upp 22 kW stöðvar á Flateyri, Suðureyri og í Súðavík. Þá verða settar upp 180 kW hraðhleðslustöðvar í Bolungarvík, Bíldudal og í Mjólká núna í vor.

„Orkubúið telur mikilvægt að rafbílaeigendur hafi aðgang að einhvers konar hleðslu í öllum byggðarkjörnum á Vestfjörðum og hraðhleðslu í stærri byggðarkjörnunum. Með staðsetningu hraðhleðslustöðvar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er verið að stytta vegalengd á milli hraðhleðslustöðva frá Hólmavík til Ísafjarðar. Við lítum á hana sem góða staðsetningu þegar upp koma vandræði með færð yfir Steingrímsfjarðarheiðina, sem getur þýtt að bílar á suðurleið þurfi að snúa við og nái því ekki í hraðhleðslustöð á Hólmavík,“ segir Elías Jónatansson orkubússtjóri.

Á sama hátt segir Elías að hraðhleðslustöð, sem setja á upp við Mjólkárvirkjun, sé hugsuð til þess að mæta þörf þeirra bifreiða á suðurleið sem lenda í vandræðum vegna færðar á Dynjandisheiði. Auk þess sé staðsetningin nærri Dynjanda, sem er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. „Stöðin í Mjólká verður líka mikilvæg fyrir þá sem koma sunnan að þar sem í Flókalundi er einungis ein 50 kW stöð og erfitt að bæta þar við miklu afli vegna þess hve dreifikerfið þar er veikt,“ segir hann.

Þá má geta þess að Orkubúið setti tímabundið upp tvær 180 kW hraðhleðslustöðvar á Ísafirði um páskana vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Hægt er að finna allar stöðvar Orkubús Vestfjarða í appinu e1.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...