Verknámið blómstrar í skólanum og mun létta á öllu því starfi með nýju verknámshúsi.
Verknámið blómstrar í skólanum og mun létta á öllu því starfi með nýju verknámshúsi.
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka verulega á næstu misserum.

Þann 6. apríl síðastliðinn fór fram undirritun samnings um stækkun verknámshússins um allt að 1.400 fermetra. Sú stækkun mun gerbreyta aðstöðu til náms og kennslu og mæta mikilli fjölgun nemenda í starfs- og verknámsgreinum skólans. Kennarar og nemendur horfa með mikilli tilhlökkun til þess að taka nýtt verknámshús í notkun en ekki liggur enn fyrir hvenær framkvæmdum lýkur.

Þorkell V. Þorsteinsson
700 nemendur

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður árið 1979. Nemendur eru í dag rúmlega 700 talsins að meðtöldum fjarnemum. Við skólann starfa 68 starfsmenn.

„Rétt um helmingur nemenda kemur af Norðurlandi vestra en hinn helmingurinn kemur frá öllum landshornum. Þetta á einkanlega við um nemendur í helgarnámi, sem boðið er upp á við skólann. Til að mæta þörfum nemenda utan Sauðárkróks er boðið upp á heimavist. Á haustönn 2023 dvöldu 90 nemendur á heimavistinni,“ segir Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari FNV.

„Rúmur helmingur nemenda stundar starfstengt nám við skólann. Þar munar mikið um nemendur í helgarnámi, sem eru á annað hundrað talsins og stunda helgarnám í húsasmíði, rafvirkjun, bifvélavirkjun og kvikmyndagerð. Þetta þýðir að verknámshús skólans er nýtt alla daga vikunnar og er fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir þá starfsemi sem þar fer fram.“

Stúdentspróf frá FNV og búfræðipróf frá LbhÍ

Við skólann er hægt, auk hefðbundins náms til stúdentsprófs, að stunda nám í húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun, vélstjórn A, vélstjórn B, bifvélavirkjun og kvikmyndagerð auk náms í meistaraskóla, en það nám er í boði í gegnum fjarfundabúnað, sem þýðir að nemendur koma víða að af landinu.

Loks er boðið upp á nám í íþróttaakademíu í fótbolta og körfubolta, auk náms í hestamennsku, bæði til hestaliða- og stúdentsprófs. Þá eru FNV og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi sem miðar að því að nemendur eigi kost á brautskráningu með stúdentsprófi frá FNV og búfræðiprófi frá LbhÍ.

Auk ofangreindra iðn- og starfsnámsgreina hefur skólinn af og til boðið upp á nám í hársnyrtiiðn, slátrun, fisktækni í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands og trefjaplastsmíði en það nám er samvinnuverkefni FNV, Samtaka iðnaðarins og Samgöngustofu.

Gott samstarf við atvinnulífið

Þorkell segir að skólinn hafi alla tíð kappkostað að eiga gott samstarf við atvinnulífið eins og sést á námsframboði skólans sem ekki falla undir hefðbundið námsframboð.

„Til marks um þessa viðleitni okkar þá er námsbraut í matvælafræði á lokametrum samþykktarferlis hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þá er skólinn í góðri samvinnu við byggingafyrirtæki sem hafa séð skólanum fyrir verkefnum í húsasmíði. Stjórnendur og starfsfólk skólans horfa því björtum augum til framtíðar og hlakka til að takast á við ný verkefni sem fram undan eru,“ segir Þorkell.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...