Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verknámið blómstrar í skólanum og mun létta á öllu því starfi með nýju verknámshúsi.
Verknámið blómstrar í skólanum og mun létta á öllu því starfi með nýju verknámshúsi.
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka verulega á næstu misserum.

Þann 6. apríl síðastliðinn fór fram undirritun samnings um stækkun verknámshússins um allt að 1.400 fermetra. Sú stækkun mun gerbreyta aðstöðu til náms og kennslu og mæta mikilli fjölgun nemenda í starfs- og verknámsgreinum skólans. Kennarar og nemendur horfa með mikilli tilhlökkun til þess að taka nýtt verknámshús í notkun en ekki liggur enn fyrir hvenær framkvæmdum lýkur.

Þorkell V. Þorsteinsson
700 nemendur

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður árið 1979. Nemendur eru í dag rúmlega 700 talsins að meðtöldum fjarnemum. Við skólann starfa 68 starfsmenn.

„Rétt um helmingur nemenda kemur af Norðurlandi vestra en hinn helmingurinn kemur frá öllum landshornum. Þetta á einkanlega við um nemendur í helgarnámi, sem boðið er upp á við skólann. Til að mæta þörfum nemenda utan Sauðárkróks er boðið upp á heimavist. Á haustönn 2023 dvöldu 90 nemendur á heimavistinni,“ segir Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari FNV.

„Rúmur helmingur nemenda stundar starfstengt nám við skólann. Þar munar mikið um nemendur í helgarnámi, sem eru á annað hundrað talsins og stunda helgarnám í húsasmíði, rafvirkjun, bifvélavirkjun og kvikmyndagerð. Þetta þýðir að verknámshús skólans er nýtt alla daga vikunnar og er fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir þá starfsemi sem þar fer fram.“

Stúdentspróf frá FNV og búfræðipróf frá LbhÍ

Við skólann er hægt, auk hefðbundins náms til stúdentsprófs, að stunda nám í húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun, vélstjórn A, vélstjórn B, bifvélavirkjun og kvikmyndagerð auk náms í meistaraskóla, en það nám er í boði í gegnum fjarfundabúnað, sem þýðir að nemendur koma víða að af landinu.

Loks er boðið upp á nám í íþróttaakademíu í fótbolta og körfubolta, auk náms í hestamennsku, bæði til hestaliða- og stúdentsprófs. Þá eru FNV og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi sem miðar að því að nemendur eigi kost á brautskráningu með stúdentsprófi frá FNV og búfræðiprófi frá LbhÍ.

Auk ofangreindra iðn- og starfsnámsgreina hefur skólinn af og til boðið upp á nám í hársnyrtiiðn, slátrun, fisktækni í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands og trefjaplastsmíði en það nám er samvinnuverkefni FNV, Samtaka iðnaðarins og Samgöngustofu.

Gott samstarf við atvinnulífið

Þorkell segir að skólinn hafi alla tíð kappkostað að eiga gott samstarf við atvinnulífið eins og sést á námsframboði skólans sem ekki falla undir hefðbundið námsframboð.

„Til marks um þessa viðleitni okkar þá er námsbraut í matvælafræði á lokametrum samþykktarferlis hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þá er skólinn í góðri samvinnu við byggingafyrirtæki sem hafa séð skólanum fyrir verkefnum í húsasmíði. Stjórnendur og starfsfólk skólans horfa því björtum augum til framtíðar og hlakka til að takast á við ný verkefni sem fram undan eru,“ segir Þorkell.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...