Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ísteka stefnir ríkinu
Fréttir 8. febrúar 2024

Ísteka stefnir ríkinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Í ákvörðun matvælaráðherra felst að sú reglugerð sem átti við um starfsemina, nr. 900/2022 um blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi og ákvörðun tekin um að framvegis myndi áðurnefnd reglugerð nr. 460/2017 um dýratilraunir gilda um starfsemina. Umrædd reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni (2010/63/ESB).

Ísteka var tilkynnt um ákvörðun matvælaráðherra í september á síðasta ári. Ísteka krefst þess nú fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. 

„Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu.

Peter segir að reglugerð um dýratilraunir eigi samkvæmt efni sínu ekki við um starfsemina og því hafi matvælaráðherra skort lagaheimild til þess að fella hana þar undir. Ákvörðun ráðherra feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að mál Ísteka fái flýtimeðferð. Málið var þingfest í gær, 7. febrúar, og var ríkinu veittur frestur til þess að taka til varna.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...