Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt hjá Hellu.

Torfærukeppnin, í umsjón Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, er stærsti torfæruviðburður ársins en búist er við að um 5-6 þúsund manns mæti til að berja tryllitækin augum. Annar eins fjöldi horfir svo á í beinni útsendingu á Youtube.

„Sindratorfæran er aðalfjáröflun Flugbjörgunarsveitarinnar og hefur verið það frá árinu 1973 og er því gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. Margir félagar sveitarinnar hafa komið að keppnishaldinu í 30 til 50 ár og eru alltaf jafnspenntir fyrir þessum viðburði okkar, en um 100 sjálfboðaliðar koma að keppninni á einn eða annan hátt,“ segir Helga Þóra Steinsdóttir hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

Keppendur í torfærunni verði um þrjátíu talsins í ár. Keppt verður í sérútbúnum flokki og sérútbúnum götubílaflokki, sem eru aðeins minna breyttir bílar á dekkjum sem hafa ekki eins mikið grip og þau sem notuð eru í sérútbúna flokknum. Keppnin hefst klukkan 11.

En hver verður hápunktur keppninnar? „Það er alltaf áin og mýrin en það eru tvær síðustu brautirnar þar sem bílarnir reyna við tæplega 200 metra fleytingu og reyna svo fyrir sér í mýrinni þar sem auðvelt er að gera mistök og sitja fastur,“ segir Helga Þóra, um leið og hún hvetur fólk til að finna viðburðinn á Facebook, „Sindratorfæran 11.maí 2024“. Þar eru allar upplýsingar en aðgöngumiðar fást á vefnum www.midix.is.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...