Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Borgardalur.
Borgardalur.
Fréttir 11. maí 2022

Styrkir varmadæluvæðingu vegna húshitunar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Forsvarsmenn Hörgársveitar höfðu frumkvæði að því að fá ráðgjafa til að skoða varma­dæluvæðingu í sveitar­félaginu.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að varmadæluvæðing sé meðal annars til komin vegna þess að ekki sýndist hagkvæmt að leggja hitaveitu á öll svæði sveitarfélagsins. Alls eru 19 íbúar að skoða þann kost að setja upp varmadælu í híbýlum sínum, en sveitarfélagið veitir styrki til verksins.

„Varmadælur eru nú orðnar mjög hagstæður kostur í rekstri húshitunar, þannig að um hagkvæman kost ætti að vera að ræða til framtíðar til að losna við kostnaðarsama rafhitun, enda er gert ráð fyrir í nýjum reglum að niðurgreiðslur haldi áfram,“ segir Snorri. Í framhaldi af heimsókn ráðgjafa í sveitarfélagið sem skoðaði kosti varmadæluvæðingar þar var ákveðið að Hörgársveit myndi veita fjárstyrk til þeirra fasteignaeigenda í sveitarfélaginu sem taka inn slíka dælu og draga þar með úr notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis.

Snorri segir að miðað sé við að föst búseta og lögheimilisskráning sé í íbúðarhúsnæðinu og að það sé á svæði þar sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Á nokkrum svæðum innan sveitarfélagsins háttar svo til að því verði ekki við komið að nýta hitaveitu, ýmist tæknilega eða með hagkvæmum fjárhagslegum hætti.

Kostnaður við kaup og upp­setningu varmadæla er að meðaltali um 2,3 milljónir króna á hverjum stað. Ráðgjafarþjónusta kostar 300 þúsund krónur að auki þannig að upphæðin nemur um 2,6 milljónum króna fyrir hvern þann sem tekur inn varmadælu. Orkustofnun hefur gefið út að hún styrki verkefnið um 1,0 milljón, Hörgársveit ætlar að styrkja verkefnið um 600 þúsund krónur, þ.e. sveitarfélagið mun greiða ráðgjafarþjónustuna og veita 300 þúsund krónur að auki í styrk vegna kaupa á varmadælunni. Má því áætla að kostnaður fasteignaeigenda verði nálægt einni milljón króna.

Snorri segir að þessi upphæð sé svipuð og ef viðkomandi fasteignaeigandi þyrfti að greiða fyrir heimtaugagjöld vegna hitaveitu, ekki síst þar sem fjarlægðir yrðu miklar frá stofnæð hitaveitunnar.

Skylt efni: Hörgársveit | varmadælur

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...