Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins áður en stofnunin lauk athugun sinni á háttsemi Ísteka á blóðtökumarkaði.

Í bréfi sem lögmaður Ísteka sendi Samkeppniseftirlitinu kemur fram að fyrirtækið sé fullkomlega meðvitað um sterka stöðu sína á þessum markaði og hafi lagt sig fram um að haga starfsemi sinni eftir því. Samkeppniseftirlitið kvartaði meðal annars yfir ónógri upplýsingagjöf til bænda. Ísteka hafi hins vegar breytt framsetningu verðskrárinnar árið 2022 á þann hátt að bændur sjái hvernig nytjar einstakra hryssa eru.

Þá er því haldið fram í bréfi Ísteka að fyrirtækið muni fella niður án tafar ákvæði í samningum um einkasölu í þeirri mynd sem þau eru. Bændum hafi staðið til boða að hætta viðskiptum við fyrirtækið án skilyrða. Ísteka finnist þó ekki ásættanlegt að bændur hætti viðskiptum á söfnunartímabili eftir að búið er að kosta til mælinga á blóðinu.

Samkeppniseftirlitið setti út á að Ísteka sé eina fyrirtækið sem kaupi merablóð á Íslandi, en stundi samhliða því blóðtöku úr eigin hryssum í samkeppni við blóðbændur. Þar með sé fyrirtækið þátttakandi í öllum hlekkjum virðiskeðjunnar, sem mætti skilgreina sem lóðrétta samþættingu. Í bréfi Ísteka segir að til grundvallar hryssuhaldi Ísteka lægju rök um bætta búskaparhætti, en ekki samkeppnisrekstur við bændur, og sé um að ræða lítið magn miðað við heildina. Ísteka er stærsti einstaki hrossaeigandinn hérlendis.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...