Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkvæmt innanlandsvog sauðfjárræktar dregst framleiðsla á kindakjöti saman en innanlandsmarkaður stækkar.
Samkvæmt innanlandsvog sauðfjárræktar dregst framleiðsla á kindakjöti saman en innanlandsmarkaður stækkar.
Mynd / smh
Fréttir 22. október 2020

Minni framleiðsla en stærri innanlandsmarkaður

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog fyrir sauðfjárrækt í annað sinn, en hlutverk hennar er að skilgreina þarfir innanlandsmarkaðar og eftirspurn eftir kindakjöti. Er  markmiðið meðal annars að álagsgreiðslur vegna gæðastýringar skiptist á þann hluta heildarframleiðslunnar sem ætluð er fyrir innanlandsmarkað. Samkvæmt innanlandsvog 2020 verður framleiðslan 7.992 tonn vegna eftirspurnar eftir dilkakjöti innanlands, en á síðasta ári seldust tæp 7.100 tonn á innanlandsmarkaði.

Innanlandsvog er unnin í samræmi við 5. grein reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt frá 2019. Til grundvallar útreikningum á innanlandsvog liggja upplýsingar um sölu kindakjöts eftir skrokkhlutum síðastliðna 24 mánuði og spá um líklega söluþróun.

Samhliða innanlandsvoginni var gerð spá um heildarframleiðslu fyrir framleiðsluárið 2020–2021. Hún er áætluð 8.006 tonn, sem er 1.813 tonnum meira en áætluð eftirspurn innanlands. Spáin byggir á fjölda vetrarfóðraðra kinda og framleiðslu á hverja vetrarfóðraða kind síðastliðin þrjú ár. 

Innanlandsvog fyrir kjöt af fullorðnu fyrir framleiðsluárið 2020-2021 er 1.009 tonn. Áætluð heildarframleiðsla er 1.293 tonn og framleiðsla umfram innanlandsmarkað því 580 tonn.

Meiri framleiðsla á síðasta ári

Til samanburðar var innanlandsvogin á síðasta ári 7.129 tonn fyrir dilkakjöt og heildarframleiðsla áætluð 8.670 tonn, sem er 1.961 tonn umfram það sem áætluð eftirspurn var innanlands fyrir árið 2019. 

Fyrir kjöt af fullorðnu fé framleiðsluárið 2019–2020 var innanlandsvog 921 tonn, til að mæta innanlandseftirspurn. Spá um heildarframleiðslu var 1.587 tonn og heildarútflutningsþörf því 992 tonn.

Innanlandssala kindakjöts árið 2019 nam tæpum 7.100 tonnum, sem er heldur minni sala en gert var ráð fyrir í innanlandsvoginni. Heildarframleiðsla kindakjöts á síðasta ári reyndist vera 9.719 tonn og hefur hún ekki verið minni frá árinu 2011 þegar hún var 9.587 tonn. 

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...