Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fornleifauppgröftur í Grimsey.
Fornleifauppgröftur í Grimsey.
Mynd / Hildur Gestsdóttir
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjast á næstu dögum. Hluti af undirbúningi kirkjubyggingar var fólginn í fornleifarannsóknum sem Minjastofnun Íslands fór fram á að gerðar áður en framkvæmdir hæfust. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands hafa því verið við rannsóknir í eyjunni í rúmlega viku.

Í þeim hafa komið í ljós ýmsar áhugaverðar minjar. Komið var niður á það sem talið er líklegur kirkjugarðsveggur suðvestarlega í kirkjustæðinu. Kirkjugarðsveggurinn bar þess merki að hafa verið viðhaldið um aldaskeið og er að líkindum í grunninn frá miðöldum eða fyrr. Innan kirkjugarðs sást einnig móta fyrir talsverðum fjölda af gröfum. Í kjölfar þessa fundar var ákveðið að hnika kirkjubyggunni eilítið til þannig að ný kirkja stæði utan þessa gamla kirkjugarðs og komast þannig hjá raski á honum.

Í stæði kirkunnar fannst einnig mikill öskuhaugur. Yngstu lög hans eru líklega frá 18.-19. öld en einnig fannst talsvert magn af eldri öskuhaugi sem gæti verið frá miðöldum. Öskuhaugar geyma gjarnan ómetanlegar upplýsingar um mataræði og lífsskilyrði á fyrri öldum og er vonast til að greining á beinum og gripum úr haugnum geti veitt mikilvægar upplýsingar um sögu eyjarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem fornleifauppgröftur fer fram í Grímsey.

 Nánar má fræðast um uppbyggingu kirkjunnar á grimsey.is/kirkja

Skylt efni: fornleifar Grímsey

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f