Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einar E. Einars­son,
Einar E. Einars­son,
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2022

Markaðsmálin efst á baugi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda hélt búgreina­þing 26. febrúar á Hótel Selfossi. Að sögn Einars E. Einars­sonar, bónda að Syðra-Skörðugili og formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, fór þingið vel fram og ýmis hagsmunamál loðdýrabænda rædd.

Stjórn félagsins var endurkjörin þannig að Einar er enn formaður, Björn Harðarson, Holti, er ritari og Þorbjörn Sigurðsson, Ásgerði, meðstjórnandi. Einar verður fulltrúi loðdýrabænda á Búnaðarþingi sem haldið verður 31. mars og 1. apríl næstkomandi.

Markaðsmálin efst á baugi

„Meðlimir Sambands íslenskra loðdýrabænda eru fáir og yfirleitt samstíga þegar kemur að málefnum greinarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af markaðsmálum grein­arinnar og ræddu það sín á milli.

Það hóst skinnauppboð í Kaupmannahöfn í síðustu viku, sama dag og sama morgun og Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Samstundis fraus því markaðurinn, enda Rússar næststærstu skinnakaupendur í heimi. Markaðurinn hafði verið á hægri uppleið eftir nokkur erfið ár. Skinnin sem voru í boði í Kaupmannahöfn núna eru frá 2020 og gamlar birgðir. Verðið á því sem selt var hélt frá síðasta ári en þegar upp var staðið seldust ekki nema 13% þeirra skinna sem voru í boði og því ekki að furða þótt menn hafi áhyggjur af markaðinum.“

Áskorun vegna lánamála

Einar segir að önnur mál sem rædd hafi verið á þinginu hafi verið umhverfis- og fóðurmál.

„Við samþykktum að leggja fram eitt mál á komandi Búnaðarþingi og það er áskorun á stjórnvöld um að beita Byggðastofnun í að fjármagna með betri hætti lántökur bænda. Hvort sem það er til jarðakaupa, bygginga og annars sem snýr að framleiðslu á landbúnaðarvörum.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...