Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti.
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WTO-innflutningskvóta fyrir kinda- og geitakjöt, tæp 277 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 40 þúsund kíló.

Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 23. maí um úthlutun á WTO- tollkvótum (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar) fyrir tímabilið 1. júlí 2023 til 30. júní 2024.

Magnið sem LL42 fær nú er svipað og Stjörnugrís fékk á síðasta ári. LL42 fær einnig stærstan hluta af svínakjötskvótanum, 34 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 30 þúsund kíló. Mata fær stærstan hluta innflutningskvóta alifuglakjöts, eða 48 þúsund kíló, en Krónan fær 11 þúsund kíló.

LL42 fær rúm 48 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir smjör, Innnes fær tæp þrjú þúsund kíló og Krónan tæp tvö þúsund kíló.

Stærstan hluta af innflutningskvóta fyrir ost fær Krónan, alls tæplega 41 þúsund kíló. Lífland fær 60 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir fuglsegg, en Krónan 16 þúsund kíló.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...