Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. Þar af bjuggu rúm 240 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og um 136 þúsund á landsbyggðinni. Sveitarfélög á landinu eru 64.

Þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað undanfarna áratugi er fjölgunin misjöfn milli landshluta. Mest fjölgun var á Suðvesturlandi en fólksfækkun var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest hlutfallsleg breyting var í Mosfellsbæ, 148,3% og í Garðabæ 100,1%. Sé horft í landshluta er mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 85,2% og á höfuðborgarsvæðinu, 46,3%.

Störf óháð staðsetningu

Á byggðaáætlun 2018 til 2024 er aðgerð sem kallast Störf án staðsetningar. Markmið verkefnisins er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði óháð staðsetningu árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki.

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Samkvæmt þeim upplýsingum eru yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga og landsbyggðin því vel í stakk búin til að taka á móti þessum störfum.

Skipting húsnæðisins eftir landshlutum er 4 á Suðurnesjum, 14 á Vesturlandi, 15 á Vestfjörðum, 19 á Norðurlandi vestra, 29 á Norðurlandi eystra, 17 á Austurlandi og 14 á Suðurlandi.

55 þúsund með erlent ríkisfang

Af þeim þeim rúmum 376 þúsund sem Íslendingar telja eru um 55 þúsund, eða 14,6%, með erlent ríkisfang. Þar af eru karlmenn tæplega 32 þúsund og konur rúmlega 23 þúsund og flestir eru á aldrinum 30 til 39 ára.

Séu íbúar svæða flokkaðir eftir ríkisfangi sést að hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang búa í Mýrdalshreppi, eða 51,5%, í Skaftárhreppi 33,4% og í Súðavíkurhreppi 32,1%. Samkvæmt mælaborði Byggðastofnunar búa flestir íbúar landsins með erlent ríkisfang í Reykjavík, rúmlega 24 þúsund, en fæstir í Árnes- og Skorradalshreppi, eða tveir í hvorum hreppi.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...