Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu.
Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. janúar 2023

Langflestar nýskráðar dráttarvélar fjórhjól

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á liðnu ári voru 838 ný ökutæki flutt til landsins sem Samgöngustofa skráði sem dráttarvél. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar sést að sex vinsælustu tegundirnar eru merki eins og Can-Am, Polaris o.fl., sem í daglegu tali nefnast fjórhjól.

164 af ökutækjunum í áður­ nefndum flokki ganga fyrir dísel og eitt sem gengur fyrir metan, og má reikna með að hefðbundnar dráttarvélar séu á bak við þær tölur.

Af þeim er vinsælasta tegundin indverski smávélaframleiðandinn Solis, með 42 nýskráð eintök. Þar á eftir kemur New Holland með 21 vél, Valtra með 20, Claas með 19, Massey Ferguson með 16 og John Deere með 14 nýskráðar vélar.

Aðrir framleiðendur seldu færri vélar. Case IH og Kubota seldu sex eintök hvor. Deutz Fahr og Fendt fimm hvor og Hattat þrjú. Branson, Daedong, Iseki, McCormic og Zetor seldu eina nýja dráttarvél hver.

Skylt efni: dráttarvélar

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...