Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Grásleppuveiðar eru líklega helsta dánarorsök íslenskra landsela.
Mynd / Mynd / HKr.
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaðar og að gripið verði til frekari aðgerða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, til að stuðla að því að stofnstærð nái aftur stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda.

Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega yfir maí til ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mati á stærð landsela­stofnsins við Ísland sem Hafrannsóknastofnun vann í samvinnu við Selasetur Íslands. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2020.

Þróun landselastofnsins

Fjöldi landsela var metinn um 33 þúsund dýr árið 1980 en ört fækkaði í stofninum fram til 1989 og var þá kominn niður í um 15 þúsund dýr. Mat á stærð stofnsins eftir talningu sem gerð var 2020 er 10.319 dýr og samkvæmt því er stofninn nú 69% minni en árið 1980 og 14% undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda sem er 12 þúsund dýr.
Benda niðurstöður undanfarinna ára til þess að stærð stofnsins sé nálægt sögulegu lágmarki.

Veiðar háðar leyfi

Samkvæmt reglugerð um bann við selveiði sem var innleidd 2019 eru allar selveiðar óheimilar á íslensku forráðasvæði, í sjó, ám og vötnum, nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er einnig bönnuð.

Afföll vegna óbeinna veiða, til dæmis meðafli við fiskveiðar, eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök íslenskra landsela sé vegna þess. Takmörkuð gögn eru til um óbeinar veiðar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönnum og úr stofnmælingu með þorskanetum bendir til að á árunum 2014 til 2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet.

Metinn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014 til 2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og landselir í botnvörpu.

Skylt efni: landselir | Stofnmat

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...