Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og skógur
Fréttir 3. apríl 2023

Land og skógur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þann 10. mars samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu matvælaráðherra um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ný stofnun verði sett á fót undir heitinu Land og skógur.

Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarflokkanna til umsagnar og verður að lokum lagt fyrir Alþingi.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins segir að áfram muni sérstök lög gilda um landgræðslu annars vegar og skóga og skógrækt hins vegar. „Báðar stofnanirnar hafa stórt og vaxandi hlutverk á sviði umhverfis- og loftslagsmála og hafa verið í samstarfi á fjölmörgum sviðum. Gæti sameining stofnananna því eflt þjónustu og ráðgjöf til bænda og annarra viðskiptavina.“

Talið er að heildstæð nálgun á nýtingu lands geti flýtt framgangi verkefna, til dæmis í þágu loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni. Tækifæri verða einnig til að hagnýta gögn og rekstur landupplýsinga til öflugra rannsóknarstarfs. 

Forsaga sameiningarferilsins nær aftur til byrjun febrúar á síðasta ári, þegar nýtt matvælaráðuneyti varð til. Þá færðust Landgræðslan og Skógræktin þangað yfir úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Síðasta vor kynnti ráðuneytið svo skýrslu starfshóps um forathugun á sameiningu.

Í lok ágúst gaf Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt, Land og líf, auk aðgerðaráætlunar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...