Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Höfundur: smh

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændur vegna mikilla hækkana á áburðaverði. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er unnið að útfærslu á stuðningsgreiðslunum. Fundað hefur verið með Bændasamtökum Íslands (BÍ) um hvernig þessir fjármunir muni nýtast best til að koma til móts við þessar hækkanir.

„Bændur og áburðarinnflytjendur hafa því verulegar áhyggjur af háu verði og takmörkuðu framboði á áburði sem ekki sér fyrir endann á. Ég deili þeim áhyggjum með þeim og taldi mikilvægt að koma til móts við þær,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um áherslur sínar.

Hvert tonn áburðar verði niðurgreitt

Í erindi BÍ, sem sent var ráðuneytinu 20. janúar,  eru settar fram tillögur sem samþykktar voru á fundi með formönnum allra búgreina 14. og 18. janúar. Þar kemur fram að í stað þess að horfa til hektara, jarðabótastyrki, stuðla og mismunandi ræktunar sé það álit samtakanna að einfaldasta leiðin til að ráðstafa styrkveitingunni, þannig að hún komi bændum beint til góða, sé að niðurgreiða hvert tonn áburðar um tiltekna krónutölu.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...