Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Fréttir 18. janúar 2023

Kornbændum fjölgaði milli ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Alls fengu 283 kornræktendur jarðræktarstyrk fyrir ræktun síðasta árs, samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu. Það eru 15 fleiri en fengu slíkan styrk árið 2021 og telst fjölgunin vera um 5,3 prósent.

Land til kornræktar var hins vegar aukið um 12 prósent, úr 3.036 hekturum í um 3.450 hektara – eins og fram kom í umfjöllun í síðasta tölublaði. Þar kom einnig fram að uppskerumagn á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meira af þurru korni en árið 2021, eða alls 9.500 tonn sem er um 3,1 tonn á hektara.

Svipaður fjöldi frá ári til árs

Fjöldi kornræktenda er svipaður frá ári til árs. Árið 2020 voru ræktendur tveimur færri en á síðasta ári, en átta fleiri árið 2019, eða alls 281. Árið 2018 voru þeir hins vegar tveimur færri en árið 2021, eða 266.

Því virðist lítil sem engin fjölgun vera í greininni sé horft til síðustu ára, sem kemur heim og saman við það sem haft er eftir Eiríki Loftssyni, jarðræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í áðurnefndri umfjöllun í síðasta tölublaði.

Þar taldi hann að skýringuna á meira umfangi í kornræktinni á síðasta ári mætti finna í hækkandi fóðurverði á heimsmörkuðum og að hlýtt sumar árið 2021 hafi hvatt þá bændursemfyrirvoruíkornrækttil að auka umfang sinnar ræktunar.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...