Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Fréttir 18. janúar 2023

Kornbændum fjölgaði milli ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Alls fengu 283 kornræktendur jarðræktarstyrk fyrir ræktun síðasta árs, samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu. Það eru 15 fleiri en fengu slíkan styrk árið 2021 og telst fjölgunin vera um 5,3 prósent.

Land til kornræktar var hins vegar aukið um 12 prósent, úr 3.036 hekturum í um 3.450 hektara – eins og fram kom í umfjöllun í síðasta tölublaði. Þar kom einnig fram að uppskerumagn á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meira af þurru korni en árið 2021, eða alls 9.500 tonn sem er um 3,1 tonn á hektara.

Svipaður fjöldi frá ári til árs

Fjöldi kornræktenda er svipaður frá ári til árs. Árið 2020 voru ræktendur tveimur færri en á síðasta ári, en átta fleiri árið 2019, eða alls 281. Árið 2018 voru þeir hins vegar tveimur færri en árið 2021, eða 266.

Því virðist lítil sem engin fjölgun vera í greininni sé horft til síðustu ára, sem kemur heim og saman við það sem haft er eftir Eiríki Loftssyni, jarðræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í áðurnefndri umfjöllun í síðasta tölublaði.

Þar taldi hann að skýringuna á meira umfangi í kornræktinni á síðasta ári mætti finna í hækkandi fóðurverði á heimsmörkuðum og að hlýtt sumar árið 2021 hafi hvatt þá bændursemfyrirvoruíkornrækttil að auka umfang sinnar ræktunar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...