Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason.
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 4. janúar 2022

Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir ráðin aðstoðarmenn landbúnaðarráðherra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kári hefur störf þann 10. janúar nk. en Iðunn hefur þegar hafið störf og fylgdi ráðherra úr heilbrigðisráðuneytinu.

Kári Gautason er fæddur á Akureyri árið 1989 og ólst upp á Grænalæk í Vopnafirði.

Kári er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann lauk BS prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2013, og meistaragráðu í búvísindum með áherslu á erfðafræði frá Árósarháskóla árið 2017.

Kári starfaði sem bóndi árin 2013 - 2015 , ráðunautur í loðdýrarækt í hlutastarfi 2013-2017 og var framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2018-2020. Seinast starfaði Kári sem sérfræðingur og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Bændasamtökum Íslands og sem stjórnarmaður í stjórn Byggðastofnunar. Hann lætur nú af þeim störfum til að gerast aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í kjölfar kosninganna 2021 hlaut Kári sæti sem annar varaþingmaður VG í Norðausturkjördæmi.

Maki Kára er Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði, og saman eiga þau eina dóttur. 

Iðunn Garðarsdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra frá árinu 2017 og er nú aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið, lauk BA prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn starfaði sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris áður en hún hóf störf í heilbrigðisráðuneytinu.

Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012-2013 og sat í Stúdentaráði og Háskólaráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands.

Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni og saman eiga þau eina dóttur.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...