Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Íslenska kýrin
Íslenska kýrin
Mynd / Karsten Winegeart
Lesendarýni 12. febrúar 2025

Íslenska kýrin í mikilli framför

Höfundur: Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Það liggur fyrir mikið afrek hjá kúabændum á þessari öld hversu stórstígar framfarir hafa einkennt íslenska kúastofninn og risastökk í aukinni mjólkurlagni.

Guðni Ágústsson.

Í síðasta tölublaði Bænda­blaðsins mátti lesa um kýrnar í Stóru-­Mörk 1 undir Eyjafjöllum þar sem stór hjörð skilaði að meðaltali á tíunda þúsund lítrum eftir árskúna. Önnur frétt um hana Klauf í Lambhaga á Rangárvöllum sem mjólkaði yfir sextán þúsund lítra yfir árið.

Þegar horft er til baka sést best hversu risavaxnar framfarirnar eru. Árið 1990: mjólkuðu þær 4140 kg að meðaltali. Árið 2000: 4657 kg og árið 2023: 6411 kg, fast að 50% aukning á 23 árum. Mörg kúabú með meðalnyt frá sex þúsund og upp í og yfir átta þúsund lítra á ári.

Aðbúnaður kúnna er betri í nýjum fjósum með mjaltaþjóni. Heyskapartækni hefur batnað og endurræktun túna. Engin spurning að bændunum er meiri alvara en áður var. Kynbætur eru á fljúgandi ferð og nú stærsta atriðið í höfn, kyngreint sæði.

Mikið er rætt um meðalaldur bænda og umræðan snýst um að stéttin sé komin á eftirlaunaaldur 67 ára gömul að meðalaldri. Þetta er alrangt, ég sé að Skagfirðingar telja meðalaldur kúabænda sinna vera 47 ár. Þannig að fróðlegt væri að vita þessa tölu í landinu. Sauðfjárbændur eru gerðir með þeim hætti að þeir búa margir ævina út. Landbúnaðurinn er á framfaravegi og ekki síst kúabúskapurinn og hrossa­ búgarðarnir. Munið það, bændur, að fólkið í landinu styður ykkur, þið eigið ekki einir íslensku kúna, ef þið ákveðið að fórna henni þá getur margt breyst í viðhorfinu til ykkar. Árið 2001 höfnuðu íslenskir kúabændur norsku NRF kúnni, 75% sögðu nei við tilrauninni. Þótt þjóðin hafi eignað undirrituðum þessa ákvörðun aftur og aftur voru það bændurnir sjálfir sem gerðu það. Hins vegar var þetta haft eftir mér sem landbúnaðarráðherra: ,,Nú verða menn að una glaðir við sína íslensku kú og hugsa um það eitt að rækta hana.“ Það hafið þið sannarlega gert, kúabændur.

Frétt barst á dögunum um að 85% þjóðarinnar vilja helst að allar landbúnaðarvörur sem hægt er verði framleiddar í landinu. Kjötið, mjólkurvörurnar og grænmetið. Bændurnir eru vinsælir þó þeir viti ekki af því. Það er mikilvægt að verja þessa ánægjuvog, ekki síst nú þegar ESB­aðild er komin á dagskrá. Ef Ísland gengur í ESB færir landbúnaðurinn mestar fórnir.

Stöndum saman, Íslendingar, um að hafna því að ganga í Evrópusambandið. Það strandaði árið 2013, innganga færir okkur einungis fórnir. Við eigum auðlindir lands og sjávar og landbúnaðurinn með sína heilbrigðu búfjárstofna er öryggi barna okkar og framtíðarinnar.

Skylt efni: erlent kúakyn

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...